Stiklur

Hér er stiklað á helstu viðburðum í sögu Reiknistofu bankanna frá því áhugi vaknaði á að samnýta tækni og aðferðafærði við úrvinnslu bankaverkefna, með hagræðingu og sparsemi að leiðarljósi, en þó að hafa mátt til að fylgjast með nýrri tækni og nýta hana fyrir íslenska fjármálastarfsemi.

1970

Aðdragandinn

Bankastjórar viðskiptabankanna ákveða á fundi sínu 25. nóvember, að skipa nefnd til að athuga möguleika á sameiginlegri þjónustu fyrir viðskiptabankana, einkum sameiginlegri notkun rafreikna.
1970
1971

Rafreikninefnd skilar greinargerð

Rafreikninefndin taldi hagkvæmara, almennt séð, að reka einn stóran rafreikni í stað fleiri smærri, og taldi, að kostirnir væru helstir: minni stofn- og rekstrarkostnaður og fleiri tæknilegir möguleikar.
1971
1972

Framkvæmdanefnd skipuð

Framkvæmdanefndin vann í 1½ ár að söfnun upplýsinga frá bönkunum, gerð útboðslýsingar og öflun tilboða, og loks að skýrslu um þau tilboð sem bárust og samanburð á þeim.
1972
1973

Stofnfundur

Stofnfundur Reiknistofu bankanna var haldinn 23. mars 1973. Á þeim fundi var undirritaður sameignarsamningur um Reiknistofuna og kosin stjórn, varastjórn og endurskoðendur.
1973
1973

Samstarfsnefnd

Bankarnir tilnefndu menn í samstarfsnefnd um RB og hélt sú nefnd fyrsta fund sinn 15. nóvember 1973. Fyrsta verk samstarfsnefndar var að taka afstöðu til skýrslu framkvæmdanefndar um þrjú tilboð í vélbúnað fyrir RB, frá Burroughs, IBM og NCR og ákvað, eftir nákvæman samanburð, að mæla með því við stjórn RB að IBM samstæðan yrði fyrir valinu.
1973
1974

Starfsemi hefst

Forstjóri hóf störf 1. september 1973, en fyrstu starfsmenn eru ráðnir í ársbyrjun 1974, yfirkerfisfræðingur, ritari og fimm kerfisfræðinemar.
1974
1974

Samningur um fyrstu tölvuna

Samningur um fyrstu IBM tölvuna fyrir Reiknistofu bankanna var undirritaður í hringborðssal Landsbanka Íslands í febrúar. Á myndinni eru Einar Pálsson, forstjóri Reiknistofu bankanna, Helgi Bergs, bankastjóri og formaður stjórnar Reiknistofu bankanna, Ottó A. Michelsen, forstjóri IBM á Íslandi og Jón Vignir Karlsson, starfsmaður IBM á Íslandi.
1974
1975

RB flytur í nýtt húsnæði í Kópavogi

RB flutti höfuðstöðvar sínar á Digranesveg í Kópavogi.

Starfsfólk ráðið í kerfisrekstur.
Fyrsta tölvukerfi RB tekið í notkun, AH Ávísana- og hlaupareikningar.
Nú var mögulegt að vélvæða allan lestur á tékkum og jafnframt afgreiða daglegt uppgjör milli banka.
1975
1975

Fyrsta tölva RB

IBM 370/135
Innra minni 148 Kb
IBM 3330 diskar 100 Mb
Prentari 2000 línúr á mínútu
Tveir OCR lesarar
Spjaldalesarar 80 og 96 dálka
1975
1976

Samdægurs bókun tékka

Skjalaskipti með samdægurs bókun hófust 11. júní að kerfisprófi loknu og þá hafði náðst áfangi, sem hvergi annars staðar í heiminum var að finna, þ.e. vélræn skjalaskipti og samhliða bókun allra tékka á viðkomandi reikninga
Þannig skilaði RB á hverju kvöldi sama árangri og “skyndikannanir” Seðlabankans áður, en þær höfðu verið framkvæmdar 3svar til 5 sinnum á ári með ærnum tilkostnaði og fyrirhöfn.
1976
1977

Sparisjóðsverkefnið

SP-kerfið tilbúið í desember. Afgreiðslustöðum tengdum RB um símann fjölgaði um 9 á árinu. Eftir að SP-kerfið komst í notkun jókst áhugi útibúa um allt land á símatengingu við RB og jafnframt með hliðsjón af tíðum vaxtabreytingum.
1977
1978

Fyrstu útlánaverkefnin

Skuldabréfa- og innheimtuvíxlakerfi tekin í notkun. Stefnumörkun samþykkt af flestum bönkum og kaup á fjórum sinnum stærri vél en fyrir var enda var samþykkt, að bankarnir skyldu flytja alla sína
tölvuvinnslu til RB til að réttlæta kaupin.
1978
1978

IBM 370/147

Ný tölva keypt, innra minni er 1 Mb.

„Þrefalt fljótari en IBM 370/135“
1978
1979

Útstöðvar fyrir kerfissvið

Kerfissvið fékk útstöðvar beintentdar við tölvu RB til hönnunar og viðhalds kerfa.
Örskyggnur til geymslu á listum og til uppflettinga.
1979
1981

Skjalalaus greiðsluskipti

Hætt er að senda tékka til RB í innlestur í ágúst 1981, en í þess stað er þeir skráðir á staðnum og sendir um gagnalínu.
1981
1983

Samningur um Kienzle afgreiðslukerfi

Samingur við EJS um kaup á Kienzle afgreiðslukerfi.

Samband íslenskra sparisjóða verður fullgildur samstarfsaðili.
1983
1987

Nýtt stýrikerfi

Nýtt stýrikerfi MVS í stað DOS.

OCR lestri hætt í RB
1987
1986

RB flytur að Kalkofnsvei 1

RB flytur í húsnæði Seðlabankans að Kalkofnsvegi 1, sumardaginn fyrsta 24. apríl 1986.
Keypt var fyrsta stórtölvan, IBM 3090/150 með 32 MB minni.
1986
1996

Ný tölva

Fyrsta loftkælda tölvan, IBM 9672/R63, CMOS, 512 MB, 115 MIPS
1996
2000

Aldamótaátakið

Breyta þurfti fjölda tölvukerfa vegna aldamótanna.
Til að spara pláss á geymslumiðlum höfðu ártöl verið skrá með tveimur tölustöðum, t.d. 87 í stað 1987. og síðan öldinn 1900 bætt við í útreikningi og við útprenanir.
Að óbreyttu yrði því árið 2000 túlkað sem 1900, þ.e. tveir síðustu stafir ártals að viðbætti fyrri öld 1900.
Þetta myndi augljóslega valda villum og röngum niðurstöðu við úrvinnslu.
2000
2002

? Ný tölv IBM 200J

2002
2001

Myntbreytingin

1. janúar 1981 var gerð myntbreyting þar sem felld voru brott tvö núll af verðgildi krónunnar, þannig að 100 gamlar krónur urðu að 1 nýrri krónu.

Þessi ákvörðun krafðist eðlilega breyta á öllum tölvukerfum sem unnu með íslenskar krónur.
2001
2022

Útleiðing stórtölvU RB

Frá og með 5. september 2022 var byrjað að loka fyrir Völu fyrirspurnir í prófunarumhverfum.
Þetta er liður í lokun stórtölvunnar hjá RB og undirbúningur fyrir næstu skref.
2022